Innanhússstílisti aðstoðar við að fegra rými þegar ekki er þörf á skipulagsbreytingum. Hann vinnur að mestu með núverandi skipulag og breytir uppröðun húsgagna og fylgihluta til að nýta rýmið sem best.
Innanhússstílisti aðstoðar við litasamsetningu, húsgagnaval ásamt skrautmunum, efnisval, lýsingu, gardínuval o.fl. Það hefur einnig færst í aukanna að innanhússstílisti sjái um allt ferlið en þá fer hann og kaupir inn þau húsgögn og fylgihluti sem vantar í rýmið og sér um allt ferlið til enda.
Innanhússstílisti vinnur almennt ekki með verktökum né arkitektum þar sem byggingaframkvæmdum er almennt lokið þegar innanhússstílisti kemur að verkinu.
Hægt að velja um nokkrar þjónustuleiðir
Hvort sem það er að koma í innanhússráðgjöf, eitt skipti (BRONS) og fá eldmóðinn í að halda áfram með verkefnið, fjarráðgjöf, teikna upp rýmið í þrívídd þar sem þú getur séð sjónrænt hvernig rýmið gæti litið út miðað við rétta stærð húsgagna, eða jafnvel aðstoð með að velja réttu húsgögnin og skrautmuni í rýmið.
BK Decor bíður upp á nokkrar þjónustuleiðir, smelltu á hlekkinn hér að neðan og skoðaðu úrvalið.