bkdecor.is

Þjónustuleiðir

Það eiga allir skilið að eiga falleg og hlýleg rými. Oftar en ekki eru það örlitlar tilfærslur til að bæta rýmið, eins og lampar, mottur, ný málning á veggi eða einfaldlega að færa til húsgögn.

Ástríða mín er að hjálpa fólki, sem vantar leiðsögn, með að skapa sitt fallega heimili og/eða skrifstofu. Ég veiti innblástur og kem með hugmyndir sem það þarf í hendurnar til að hefjast handa.

Hvort sem það er að koma í innanhússráðgjöf, eitt skipti (BRONS), fjarráðgjöf, teikna upp rýmið í þrívídd þar sem viðskiptavinur getur séð sjónrænt hvernig rýmið gæti litið út miðað við rétta stærð húsgagna, eða jafnvel að aðstoða með að velja réttu húsgögnin og skrautmuni í rýmið (SILFUR & GULL).

Hér að neðan er hægt að lesa sig til um þjónustuleiðir ásamt verðupplýsingum. 

 

Fyrirtækjaþjónusta

Innanhússráðgjöf

Stílisering á einu rými eða fleiri. Aðstoða með innanhússkipulag, litaval, gólfefnaval og/eða gardínuval. Aðstoða einnig við uppröðun núverandi húsgagna og fylgihluta.

Aðstoða við að velja ný húsgögn í rýmið/rýmin, gardínur, gólfefni, lit á vegg, skrautmuni o.fl.

BK Decor tekur að sér að sjá um allt ferlið ef þess er óskað, fara í verslanir og kaupa inn þau húsgögn og skrautmuni sem vantar. Sér einnig um að koma vörum á áfangastað ásamt stíliseringu.

Verð fer eftir stærð verkefnis (fjölda rýma). 

Unnið á tímagjaldi, 15.900kr + vsk pr/klst*

* Gert upp um hver mánaðarmót og upphafsgreiðsla 4 klst. 



G U L L
Þjónustuleið


Full þjónusta.
Stílisering á einu rými eða fleiri. Aðstoða með innanhússkipulag, litaval, lýsingu, gólfefnaval og/eða gardínuval. Aðstoða einnig við uppröðun núverandi húsgagna og fylgihluta.

Aðstoða við að velja ný húsgögn í rýmið/rýmin, gardínur, gólfefni, lit á vegg, fylgihluti eða hvað það er sem vantar sem hentar þinni fjárhagsáætlun. BK Decor sér um allt ferlið frá A-Ö, fer í verslanir og kaupir inn þau húsgögn og skrautmuni sem vantar, sér um að koma vörum á áfangastað ásamt stíliseringu.

Ef þörf krefur verður yfirfært rýmin yfir í tví- og þrívídd þar sem þú getur séð sjónrænt hvernig rýmið myndi líta út eftir breytingar.
Verð fer eftir stærð verkefnis (fjölda rýma). 

Unnið á tímagjaldi, 15.900kr + vsk pr/klst*

* Gert upp um hver mánaðarmót og upphafsgreiðsla 4 klst. 

* Lágmarkstímafjöldi 10 klst



S I L F U R
þjónustuleið

Langvinsælasta þjónustuleiðin

Stílisering á einu rými eða fleiri. Aðstoða með innanhússkipulag, litaval, lýsingu, gólfefnaval og/eða gardínuval.

Aðstoða við að velja ný húsgögn í rýmið ásamt öðru sem BK Decor telur henta í rýmið.

Silfur þjónustuleiðin er fullkomin ef þú átt erfitt með að sjá fyrir þér hvaða stærð af húsgögnum passa í rýmið og hvernig þú eigir að stílisera.

Ef þörf krefur mun BK Decor yfirfæra rýmin yfir í tví- og þrívídd þar sem þú getur séð sjónrænt hvernig rýmið myndi líta út eftir breytingar.

Verð fer eftir stærð verkefnis (fjölda rýma).

Unnið á tímagjaldi. 15.900kr + vsk pr/klst*

* Gert upp um hver mánaðarmót og upphafsgreiðsla 4 klst. 

* Lágmarkstímafjöldi 5 klst 

 



B R O N S
þjónustuleið

Innanhússráðgjöf (eitt skipti).

BK Decor veitir almenna ráðgjöf með rýmið/ rýmin. Ráðlegg með uppröðun húsgagna og fylgihluta, og kem með hugmyndir til að ná sem besta flæðinu.

Tíminn nýttur í það sem þú vilt leggja áherslu á.

Þessi þjónustuleið er fullkomin ef þig vantar að koma þér af stað í framkvæmdir en veist ekki hvar þú átt að byrja.

Heimsóknin er 1 klst.
Hægt að bæta við auka þjónustu á BRONS þjónustuleiðina.

Verð 40.000kr + vsk*

*Eftir 1 klst tekur við tímagjald, 15.900kr + vsk pr/klst

* Verð miðast við höfuðborgarsvæði. 

 

Utan höfuðborgarsvæði (Selfoss, Hveragerði, Grindavík, Reykjanesbær) 

Verð 50.000kr + vsk*

*Eftir 1 klst tekur við tímagjald, 15.900kr + vsk pr/klst



B R O N S +
þjónustuleið

Nýjasta viðbótin
Innanhússráðgjöf með stíliseringu.

BK Decor veitir almenna ráðgjöf með rýmið/ rýmin ásamt stíliseringu.

Aðstoða með uppröðun húsgagna og fylgihluta til að ná sem besta flæðinu ásamt hugmyndum hvað betur megi fara.

Þessi þjónustuleið er fullkomin ef þú átt erfitt með að sjá fyrir þér hvernig þú eigir að raða húsgögnum og fylgihlutum ásamt því að gefa þér eldmóð í að klára verkefnið.

Heimsóknin er að jafnaði 2 – 4 klst.

Verð 40.000kr + vsk*

*Eftir 1 klst tekur við tímagjald, 15.900kr + vsk pr/klst. 

* Verð miðast við höfuðborgarsvæði. 

 

Utan höfuðborgarsvæði (Selfoss, Hveragerði, Grindavík, Reykjanesbær) 

Verð 50.000kr + vsk*

*Eftir 1 klst tekur við tímagjald, 15.900kr + vsk pr/klst

 

 


B R O N S
fjarráðgjöf

Innanhússráðgjöf (eitt skipti).

Fullkomin þjónustuleið ef þú býrð t.d. út á landi eða með fasteign erlendis.

BK Decor veitir almenna ráðgjöf með rýmin í gegnum video símtal.

Ráðgjafatími er 1 klst.

Hægt að bæta við auka þjónustu á BRONS FJARRÁÐGJÖF þjónustuleiðina.

Verð 40.000kr + vsk. 



B R O N S +
fjarráðgjöf

BK Decor veitir almenna ráðgjöf með rýmin ásamt því að fá eitt rými í tví- og þrívídd.

Þú færð sent PDF skjal með að jafnaði tveimur tillögum með hvernig rýmið gæti litið út miðað við ákveðna stærð húsgagna.

Fullkomin þjónustuleið ef þú býrð t.d. út á landi eða með fasteign erlendis.

Verð 55.000kr + vsk. 

 

Hægt er að bæta við auka þjónustu, velja inn húsgögn í rýmin. 

Unnið á tímagjaldi í kjölfarið, verð 15.900kr + vsk pr/klst